top of page

Leiðin

Vegalengdin er 10 km og fer hlaupið að mestu fram á göngustígum í Elliðaárdal.

Hlaupið hefst við gervigrasvöll Fylkis. Hlaupið er í suðurátt eftir göngustíg sem liggur upp með Elliðaánum fyrir neðan skeiðvöll Fáks, beygt af yfir göngubrú við Heyvað, þaðan á  malbikuðum göngustíg í átt að Suðurfelli, fyrir neðan Hóla- og Fellakirkju og áfram niður Elliðaárdalinn framhjá Vatnsveitubrúnni, framhjá Árbæjarstíflu, undir Höfðabakkabrú, áfram niður dalinn, framhjá undirgöngum við Blesugróf og áfram malbikaðan stíg, framhjá undirgöngum við Sprengisand og yfir Elliðaár á hitaveitustokk, beygt til hægri og hlaupið eftir Rafstöðvarvegi upp að Árbæjarstíflu, þaðan eftir malbikuðum stíg sem liggur fyrir neðan einbýlishúsabyggðina meðfram ánni beina leið í markið.

 

Markið er við göngustíginn fyrir neðan gervigrasvöllinn. Allir keppendur frá flösku af Powerade þegar þeir koma í mark.

 

Þátttakendur þurfa að kynna sér leiðina vel fyrir hlaup enda verður engin brautarvarsla. Þátttakendur skulu sýna öðrum vegfarendum á hlaupaleiðinni tilhlýðilega virðingu og gæta fyllsta öryggis í myrkrinu.

Sjá kort af hlaupaleið hér að neðan. 

bottom of page