top of page

Hlaupaleið (með hliðsjón af framkvæmdum)

Leiðin er óbreytt frá því sem við enduðum síðasta vetur að því undanskildu að vegna framkvæmda við brúnna yfir Elliðaá við Höfðabakka verður farin hjáleið um undirgöng og beint niður á göngustíginn aftur.

Startað verður fyrir miðjum Fylkisvellinum.

Fyrstu tveir km eru óbreyttir en skömmu eftir brúnna yfir Heyvað er beygt til hægri eftir nýlögðum malbikuðu stíg yfir "Mýrina". Þegar honum líkur og Fella- og Hólakirkja blasir við er beygt til hægri inná stígin um dalinn. Héðan er stígnum fylgt alveg niður að undirgöngum undir Reykjanesbraut inní Blesugróf. Hér er beygt til vinstri (ekki til hægri inná hólmann) og farið eftir stíg sem liggur undir Bústaðaveg. Héðan er farið niður að seinni undirgöngum undir Reykjanesbraut og hlaupið tilbaka að fyrri undirgöngum. Hér er nú beygt til vinstri yfir hólmann, upp Rafstöðvarbrekkuna framhjá stíflunni og að markinu, sem er á sama stað og alltaf.

bottom of page