top of page

Breytt leið vegna framkvæmda við Arnarnesveg

Vegna framkvæmda við Suðurfell verða breytingar á hlaupaleiðinni. Startið færist að Fylkisvelli. Hlaupinn verður nýr malbikaður stígur um "Mýrina" neðan Suðurfells og bætt við neðst í Elliðaárdalnum lykkja um ný undirgöng undir Bústaðaveg, sjá nánari skýringar hér neðar.

Startað verður fyrir miðjum Fylkisvellinum.

Fyrstu tveir km eru óbreyttir en skömmu eftir brúnna yfir Heyvað er beygt til hægri eftir nýlögðum malbikuðu stíg yfir "Mýrina". Þegar honum líkur og Fella- og Hólakirkja blasir við er beygt til hægri inná stígin um dalinn. Héðan er stígnum fylgt alveg niður að undirgöngum undir Reykjanesbraut inní Blesugróf. Hér er beygt til vinstri (ekki til hægri inná hólmann) og farið eftir stíg sem liggur undir Bústaðaveg. Héðan er farið niður að seinni undirgöngum undir Reykjanesbraut og hlaupið tilbaka að fyrri undirgöngum. Hér er nú beygt til vinstri yfir hólmann, upp Rafstöðvarbrekkuna framhjá stíflunni og að markinu, sem er á sama stað og alltaf.

bottom of page