Vetrarhlaup
Keppnin
Stigakeppni
Stigakeppni virkar þannig:
1. sæti gefur 10 stig
2. sæti gefur 9 stig
3. sæti gefur 8 stig
4. sæti gefur 7 stig
5. sæti gefur 6 stig
6. sæti gefur 5 stig
7. sæti gefur 4 stig
8. sæti gefur 3 stig
9. sæti gefur 2 stig
10. sæti gefur 1 stig
og samanlagður stigafjöldi í heildarúrslitum og aldursflokkum í öllum hlaupunum sex gildir.
Aldursflokkar
Í stigakeppninni eru aldursflokkarnir:
Konur
16-19
20-24, 25-29
30-34, 35-39
40-44, 45-49
50-54, 55-59
60-64, 65-69
70-74, 75 ára og eldri
Karlar
16-19
20-24, 25-29
30-34, 35-39
40-44, 45-49
50-54, 55-59
60-64, 65-69
70-74, 75-79
80 ára og eldri
Aldur keppenda eins og hann er í fyrsta hlaupi vetrarins ákvarðar aldursflokk fyrir öll 6 hlaupin óháð því hvort viðkomandi tekur þátt eða ekki. Þannig flytjast keppendur ekki milli aldursflokka eftir fyrsta hlaup vetrarins.
Stigakeppni skokkhópa
Stig keppenda í stigakeppni aldursflokka gilda einnig í stigakeppni skokkhópa. Því til viðbótar er veitt eitt stig fyrir hvern þátttakanda sem tekur þátt en nær ekki stigi í stigakeppni aldursflokka. Mikilvægt er að skráning í hlaupahóp sé rétt.
Stigakeppni para
Samanlagður tími pars ákvarðar sæti. Stigagjöf er með sama hætti og í annarri stigakeppni. Par verður að vera kærustupar, par í staðfestri sambúð eða hjón. Þau pör sem hyggjast taka þátt þurfa að skrá sig sérstaklega til framkvæmdaaðila. Skráning flyst sjálfkrafa milli ára.
Úrslit og verðlaun
Öll úrslit ásamt stöðu í stigakeppninni verða birt á www.hlaup.is eins fljótt og kostur er.
Verðlaunaafhending fer fram í mars að loknum öllum hlaupunum. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í stigakeppni heildarúrslit, stigakeppni aldursflokka og einnig verða verðlaun í stigakeppni para. Farandbikar er fyrir fyrsta sæti í stigakeppni hlaupahópa. Einnig verða útdráttarverðlaun þar sem keppendur fá sitt nafn einu sinni í pottinn fyrir hverja þátttöku.