top of page

Breytt leið vegna framkvæmda 2021

Vegna framkvæmda verða væntanlega breytingar á hlaupaleiðinni

Startað verður fyrir miðjum Fylkisvellinum líkt og áður.

Fyrstu tæpir 7km eru óbreyttir en þegar komið er neðst í Elliðárdalnum er beygt til vinstri í átt að Breiðholti upp tvöfaldan stíg. Stígnum er fylgt framhjá húsi á vinstri hönd í átt að undirgöngum undir Stekkjarbakka. Hlaupið er undir Stekkjarbakka við undirgögn. Síðan er stígnum fylgt til vinstri meðfram Stekkjarbakka. Efst við Stekkjarbaka er aftur hlaupið um undirgöng inní Elliðárdalinn. Þegar komið er út úr göngunum er tekin kröpp hægri beygja. Eftir krappa hægri beygju við undirgöng er stígnum fylgt í átt að Höfðabakkabrú, yfir hjólreiðastíg og hlaupið á stíg yfir brúnna. Þegar komið er niður af Höfðabakkabrúnni er beygt til hægri um undirgöng og er þá komið inn á vanalega hlaupaleið.

Athugið að markið er síðan við enda Fylkisvallarins þar sem hlaupið hófst.

bottom of page