top of page

Leiðin (á meðan beðið er eftir brú yfir ósana)

Vegalengdin er 10 km og fer hlaupið fram á göngustígum í Elliðaárdal.

Hlaupið hefst á stígnum fyrir neðan leikskólann Árborg líkt og veturinn 2018-2019. Hlaupið er eftir göngustíg sem liggur upp með Elliðaánum fyrir neðan skeiðvöll Fáks, beygt af yfir göngubrú við Heyvað, þaðan á  malbikuðum göngustíg í átt að Suðurfelli, fyrir neðan Hóla- og Fellakirkju og áfram niður Elliðaárdalinn framhjá Vatnsveitubrúnni, framhjá Árbæjarstíflu, undir Höfðabakkabrú, áfram niður dalinn. Við undirgöng við Blesugróf er tekin hægri beygja eftir tvíbreiðum stíg yfir hólmann og yfir Elliðaár, aftur beygt til hægri og hlaupið eftir Rafstöðvarvegi upp að Árbæjarstíflu, þaðan eftir malbikuðum stíg sem liggur fyrir neðan einbýlishúsabyggðina meðfram ánni beina leið í markið.

Markið er við göngustíginn fyrir neðan gervigrasvöllinn. Allir keppendur frá flösku af Powerade þegar þeir koma í mark.

Þátttakendur þurfa að kynna sér leiðina vel fyrir hlaup enda verður engin brautarvarsla. Þátttakendur skulu sýna öðrum vegfarendum á hlaupaleiðinni tilhlýðilega virðingu og gæta fyllsta öryggis í myrkrinu.

Sjá kort af hlaupaleið hér að neðan. 

bottom of page