Hlaupið

Powerade Vetrarhlaupið verður á sínum stað næsta vetur. Alls verða hlaupin sex og verða þau haldin annan fimmtudag í mánuði, frá október fram í mars.

Dagsetning hlaupanna:

8. október 2020
12. nóvember 2020
10. desember 2020
14. janúar 2021
11. febrúar 2021
11. mars 2021

Hlaupin byrja klukkan 20:00 við Árbæjarlaugina. Sala þátttökuseðla hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri laugarinnar. Þátttökuseðillinn kostar 500 kr (tökum aðeins við reiðufé). Þátttökuseðillinn er fylltur út skilmerkilega, hlaupið með hann og hann síðan afhentur tímavörðum þegar komið er í mark.  Enginn þátttökuseðill enginn tími.

Hægt er að komast hjá biðröð við kaup á þátttökuseðlum með því að kaupa marga í einu.  Hlaupahópar geta einnig keypt þátttökuseðla í magnkaupum.  Verið í sambandi við framkvæmdaaðila vegna þessa.