Vetrarhlaupið
Hlaupið
Powerade Vetrarhlaupið verður á sínum stað næsta vetur. Alls verða hlaupin sex og verða þau haldin annan fimmtudag í mánuði, frá október fram í mars.
Dagsetning hlaupanna:
13. október 2022
10. nóvember 2022
08. desember 2022
12. janúar 2023
09. febrúar 2023
09. mars 2023
Hlaupin byrja klukkan 19:30 við Árbæjarlaugina.
Allir þátttakendur þurfa að vera með rásnúmer. Hægt er að nota rásnúmer úr fyrri hlaupum eða nálgast þau við Árbæjarlaugina fyrir hlaup. Rásnúmerið er með áfastri flögu. Varist að beygla eða beygja flöguna það getur eyðilagt hana. Rásnúmerið er margnota og hægt að nota í öllum Vetrarhlaupunum ef vel er með farið, geymið því á vísum stað milli hlaupa.
(dæmi um rásnúmer, flaga á bakhlið)
Skráningin í hlaupið er gerð á netskraning.is (https://netskraning.is). Skráning án rásnúmers með flögu er ekki möguleg. Þátttökugjaldið er 1000 kr. Engin skráning, enginn tími.
Sjáumst hress.
