Hlaupið 2021

Sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19

Þátttakendur er uppálagt að safnast ekki saman við upphaf hlaups né að hlaupi loknu við marksvæði heldur koma sér af svæðinu sem fyrst. Tveggja metra reglan er í fullu gildi. Þeir sem ekki fara eftir þessum reglum eða fara ekki eftir ábendingum skipuleggjenda ógilda sjálfkrafa rásnúmerið sitt.

Hlaupið verður með rúllandi starti og við notum rásnúmer með flögu.

Startið verður opið frá 19:30–20:00.

 

Í þeim tilgangi að dreifa þátttakendur sem mest og lágmarka samþjöppun og framúrhlaup mælumst við til að þátttakendur mæti í startið á eftirfarandi hátt:

 

þeir sem áætla að hlaupa á undir 50 mínútum leggi af stað 19:30-19:40

þeir sem áætla að hlaupa á 50-60 mínútum leggi af stað 19:40-19.50

og loks þeir sem áætla að hlaupa á um eða yfir 60 mínútum leggi af stað 19:50-20:00

Markið verður opið til 21:30.

 

Kynnið ykkur breytta leið vegna framkvæmda á Rafstöðvarvegi (https://www.vetrarhlaup.is/leidin), engin brautarvarsla frekar en áður.

Allir þátttakendur þurfa að vera með rásnúmer. Hægt er að nota rásnúmer úr fyrri hlaupum, nálgast þau hjá Sport24 Garðabæ eða við Árbæjarlaugina fyrir hlaup. Rásnúmerið er með áfastri flögu. Varist að beygla eða beygja flöguna það getur eyðilagt hana. Rásnúmerið er margnota og verður notað áfram í næstu hlaupum þannig að farið vel með það og geymið á vísum stað milli hlaupa.  

                                                      (dæmi um rásnúmer, flaga á bakhlið)

Skráningin í hlaupið er gerð á netskraning.is (https://netskraning.is). Skráning án rásnúmers með flögu er ekki möguleg. Þátttökugjaldið er 1000 kr. Engin skráning, enginn tími.

Sjáumst hress.